Föstudagspóstur 19. júlí 2024
Heil og sæl.
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undirritaði nýjan samstarfssamning um kynningu á íslenskri myndlist erlendis með Ingibjörgu Jóhannsdóttur, safnstjóra Listasafn Íslands. Með samningnum er tryggt að íslensk myndlist verði áfram í öndvegi á sendiskrifstofum erlendis og grunnur lagður að framtíðarsamstarfi utanríkisráðuneytisins og listasafnsins.
Aukið samstarf Íslands og Kanada um öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum var til umfjöllunar á ráðstefnu (Canada-Iceland Seminar: Maritime Defence and Security in the North) sem haldin var nýverið í Ottawa. Ráðherra hitti Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtoga í stjórnarandstöðunni í Hvíta-Rússlandi. Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa, flutti ávarp á ráðstefnunni.
Sumarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna lauk í vikunni eftir fjögurra vikna fundarsetur og samningaviðræður. Ísland á í nánu samstarfi við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sem héldu uppteknum hætti og fluttu 29 sameiginleg ávörp í fundarlotunni. Umræður spönnuðu ólíka málaflokka, allt frá stöðu mannréttinda í einstaka ríkjum til umræðu um málfrelsi, umhverfismál og mannréttindi kvenna og stúlkna, barna og hinsegin fólks. Ísland flutti 11 ávörp fyrir hönd ríkjahópsins og kom flutningur tveggja þeirra í hlut Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sem var stödd í Genf meðan á annarri viku fundarlotunnar stóð.
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, sótti óformlegan fund orkumálaráðherra ESB sem fór fram í Búdapest í vikunni ásamt Steinari Erni Kolbeins, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Ísor. Á fundinum var rætt um að draga úr kolefnislosun frá orkukerfum og var umræðunni sérstaklega beint að jarðvarma.
Sendiráð Íslands í Lilongwe segir frá nýjum árangri í þróunarsamvinnuvekrefnum í Nkhotakota umdæminu í Malaví.
Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London sótti hátíðlega athöfn þar sem breska þingið var sett í kjölfar kosninga í Bretlandi. Karl Konungur flutti þar hásætisræðu og gerði grein fyrir lagasetningaráformum nýrrar ríkisstjórnar.
Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, flutti ávarp á ráðstefnu UNWRA.
Þá flutti Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur um sjálfbæra þróun í forsætisráðuneytinu, ávarp á ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.For 75 years @UNRWA has fulfilled its mandate that #UNGA provided it with. In absence of a lasting political solution, UNRWA’s role remains critical. It must be allowed and enabled to continue to deliver on its role. It's a matter of life and death.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) July 12, 2024
📜https://t.co/VHv3Kxu2qM pic.twitter.com/mWOZfP57iX
Við ljúkum föstudagspóstinum að þessu sinni í Vín þar sem Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Vín og fastafulltúi gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), skrifaði undir yfirlýsingu um pólitíska fanga og stöðu mannréttinda í Hvíta-Rússlandi fyrir hönd Íslands ásamt fulltrúum 37 annara ríkja.🇮🇸 remains strongly committed to the #2030Agenda and to continuously strengthen our efforts to enhance progress for the #SDGs. Full #HLPF2024 statement ➡️ https://t.co/iGSTvW4zJs pic.twitter.com/HTsxszFdOw
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) July 16, 2024
Iceland 🇮🇸 along with 37 other @OSCE participating States has invoked the #ViennaMechanism regarding political prisoners and the human rights situation in Belarus. Ambassador @HHauksdottir signed the invocation letter. pic.twitter.com/1ydW1843a4
— Iceland in Vienna 🇮🇸 (@IcelandVienna) July 12, 2024
Fleira var það ekki að sinni.
Við óskum ykkur góðrar helgar.
Upplýsingadeild