Hoppa yfir valmynd
11. maí 2018 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra sótti ráðstefnu um aðgerðir gegn fjármögnun hryðjuverka

Nicole Belloubet, dómsmálaráðherra, Gérard Collomb, innanríkisráðherra og Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands tóku á móti Sigríði Á. Andersen við komuna á ráðstefnuna - mynd

Sigríður A. Andersen, dómsmálaráðherra sótti ráðstefnuna „No Money for Terror“ í París á dögunum þar sem fjallað var um efldar aðgerðir gegn fjármögnun hryðjuverka um heim allan. Yfir 70 ríki tóku þátt í ráðstefnunni sem lauk með sameiginlegri yfirlýsingu um aukna alþjóðlega samhæfingu og meira gegnsæi í fjármálaviðskiptum.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, bauð til ráðstefnunnar en hann hefur vakið athygli á því að tekjur hryðjuverkasamtakanna Ríki Íslams eru áætlaðar um 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á árunum 2014 til 2016. Mikilvægt sé því að grípa til aðgerða og stemma stigu við fjáröflun slíkra samtaka sem noti háþróaðar og flóknari leiðir í auknum mæli til að færa til fjármuni á milli landa.

Nicole Belloubet, dómsmálaráðherra, Gérard Collomb, innanríkisráðherra og Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands tóku á móti Sigríði Á. Andersen við komuna á ráðstefnuna. Í tengslum við ráðstefnunna átti ráðherra einnig kvöldverðarfund með norrænum kollegum sínum, þar sem rædd voru sameiginleg áherslumál.

Yfir 70 ríki tóku þátt í ráðstefnunni sem lauk með sameiginlegri yfirlýsingu um aukna alþjóðlega samhæfingu og meira gegnsæi í fjármálaviðskiptum.

Sjá sameiginlegu yfirlýsinguna á bæði frönsku og ensku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta