Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2016 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðuneytið og Fjarðabyggð sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, skrifuðu í dag undir samning um að sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli. Fjarðabyggð leggur til 76 milljónir króna í verkefnið og ríkissjóður rúmlega 82 milljónir.

Flugvöllurinn gegnir ákveðnu hlutverki meðal annars sem sjúkraflugvöllur en ekki er reglulegt áætlunarflug um völlinn. Framkvæmdirnar snúast um að styrkja burðarlag flugbrautarinnar, leggja á hana bundið slitlag og bæta við snúningsplani á báða enda flugbrautarinnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir ár.

Leitað var tilboða í verkið og barst aðeins eitt tilboð, frá Héraðsverki, sem var yfir kostnaðaráætlun. Samið hefur verið verið fyrirtækið um verk fyrir rúmlega 158 milljónir króna. Isavia ohf. sér um framkvæmdirnar. Aðkoma Fjarðabyggðar að þessari uppbyggingu hefur ekki áhrif á eignarhald flugvallarins en í samkomulaginu er ákvæði um að Isavia ohf. fyrir hönd innanríkisráðuneytis og Fjarðabyggð munu semja um framtíðarfyrirkomulag um rekstur flugvallarins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta