Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2016 Innviðaráðuneytið

Samráð hjá ESB vegna kynjajafnréttis í samgöngum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um jafnrétti kynja í samgöngum. Samráðinu á að ljúka í lok október 2016.

Samráðinu er beint að þremur hópum: Í fyrsta lagi til aðildarríkjanna, í öðru lagi til fagfélaga á sviði samgangna innan Evrópusambandsins og í þriðja lagi til samtaka þeirra sem starfa í samgöngum innan Evrópusambandsins.

Aðeins um 22% þeirra sem starfa í samgöngum eru konur en þær eru engu að síður um 46% af mannaflanum. Þá er einnig töluvert ójafnvægi innan greinanna og konur hverfandi í sumum stöðum.

Markmiðið með samráðinu er að semja stefnu um hvernig gera megi störf í samgöngum meira aðlaðandi fyrir konur. Hluti ástæðunnar er sá að meðalaldur þeirra sem starfa í samgöngum innan ESB hækkar og er þegar erfitt að manna sumar stöður í geiranum. Ný tækni hefur fjölgað tækifærum fyrir konur í geiranum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta