Fjölbreytt verkefni í innflytjendamálum
Auglýst var í fyrsta sinn árið 2007 eftir umsóknum um styrki í þróunarsjóð innflytjendamála. Alls hlutu sautján verkefni og rannsóknir styrk út sjóðnum. Hægt að nálgast skýrslur um verkefnin og rannsóknirnar sem þegar er lokið á heimasíðu Háskólaseturs Vestfjarða en setrið hefur umsjón með sjóðnum.
Nú er opið fyrir umsóknir í þróunarsjóð innflytjendamála í annað sinn og rennur umsóknarfrestur út 31. október 2008. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi atriði:
- Stöðu innflytjenda á vinnumarkaði, meðal annars í ljósi breytts efnahagsástands; starfsþjálfun, starfsnám, réttindi og skyldur.
- Fræðslu gegn fordómum og aðrar aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun eða fordóma vegna uppruna, kynþáttar eða trúarbragða.
Önnur verkefni koma einnig til álita.
Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðu sjóðsins.