Málþing um fjölskyldumál
Nefnd sem félags- og tryggingamálaráðherra skipaði til að fjalla um aðstæður einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforelda og réttarstöðu barna þeirra stendur fyrir málþingi um fjölskyldumál á Íslandi mánudaginn 27. október á Grand Hóteli Reykjavík. Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi? er yfirskrift málþingsins sem er öllum opið. Aðgangur er ókeypis.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setur þingið með stuttu ávarpi. Þá mun formaður nefndarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, greina frá starfi hennar. Auk þeirra mun fjöldi sérfræðinga ræða stöðu barna og barnafjölskyldna eftir ólíkum fjölskyldugerðum. Að loknum einstökum framsöguerindum verða umræður.
Dagskrá málþingsins um fjölskyldumál (PDF, 20KB)