Skipun í embætti ríkissáttasemjara
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008.
Skipað er í embætti ríkissáttasemjara á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, með síðari breytingum.