Móttaka í tilefni flutnings SMFR
Föstudaginn 28. nóvember buðu félagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjanesi starfsmönnum og velunnurum SMFR til móttöku í nýtt skrifstofuhúsnæði. Um 70 manns mættu og þáðu léttar veitingar.
Framkvæmdastjóri hóf samkvæmið og bauð viðstadda velkomna. Í ræðu sinni þakkaði hún félagsmálaráðherra og öðrum sem gerðu þessa flutninga mögulega. Einnig lýsti hún ánægju starfsmanna SMFR með glæsilega aðstöðu og hve vel starfseminni hefur verið tekið í Hafnarfirði.