Gréta nýr formaður stjórnar Matvælasjóðs
Gréta Bergrún er nýdoktor í félagsfræði frá Háskólanum á Akureyri og starfar sem sérfræðingur hjá Rannsóknarsetri byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún við Háskólann á Akureyri við rannsóknir og kennslu og um árabil sem sérfræðingur á rannsóknarsviði hjá Þekkingarneti Þingeyinga.
Gréta Bergrún hefur unnið að fjölmörgum innlendum verkefnum sem snúa að atvinnu, nýsköpun og byggðaþróun og hefur því víðtæka reynslu í styrkjaumhverfi íslenskra samkeppnissjóða. Hún er búsett á Þórshöfn á Langanesi og sinnir sínum störfum þaðan.
Gréta Bergrún tekur við formennsku af Margréti Hólm Valsdóttur sem eru færðar kærar þakkir fyrir sitt framlag sitt til sjóðsins.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla. Í júní 2023 úthlutaði matvælaráðherra 491 milljónum króna úr sjóðnum til 46 verkefna.
Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næstu úthlutun úr sjóðnum á vormánuðum 2025.
Heimasíða Matvælasjóðs.