Hoppa yfir valmynd
13. september 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fréttatilkynning vegna fjárheimilda Ríkisútvarpsins 2018

Fjárheimild í fjárlagafrumvarpi 2018 til Ríkisútvarpsins er aukin um 198 m.kr. og það er í samræmi við áætlun um innheimtar tekjur af útvarpsgjaldi enda litið svo á að tekjur af útvarpsgjaldinu séu markaðar Ríkisútvarpinu. Hækkunin stafar annars vegar af því að þeim fjölgar sem greiða útvarpsgjald og hins vegar er um að ræða 2,2%  verðlagsuppfærslu í samræmi við almennar verðlagshækkanir og önnur krónutölugjöld skv. tekjuáætlun fjármála- og efnahagsráðuneytisins og gjaldið fer því úr 16.800 kr. í 17.200 kr. Framlögin taka mið af samningi Ríkisútvarpsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um fjölmiðlun í almannaþágu dags. 5. apríl 2016 þar sem segir m.a. að leitast skuli við að framlög til Ríkisútvarpsins haldi verðgildi á milli ára.

Mynd: Ríkisútvarpið

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta