Fréttapistill vikunnar 25. - 31. október 2003
Ört vaxandi fjöldi sýkinga af völdum fjölónæmra staphylokokka er mikið áhyggjuefni á Norðurlöndunum
Samnorrænt átak með stuðningi heilbrigðisyfirvalda og stjórnmálamanna er nauðsynlegt til að hafa stjórn á þeim vanda sem stafar af ört vaxandi fjölda sýkinga af völdum fjölónæmra staphylokokka. Þetta kom fram á 20 ársþingi Norðurlandasamtaka sýklafræðingaog smitsjúkdómalækna sem haldið var í Óðinsvéum í vikunni. Í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér kemur fram að sýkingar af þessum völdum hafi farið ört vaxandi innan veggja evrópskra sjúkrahúsa en nú þurfi einnig að hafa áhyggjur af því að þessa verður vart í auknum mæli úti í samfélaginu, utan sjúkrahúsanna. Lengst af hafa sýkingar vegna fjölónæmra staphylokokka ekki verið vandamál á Norðurlöndunum en nú er þetta augljóslega að breytast. Þetta kallar á breytt sýklalyf og verulega aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu takist ekki að stemma stigu við þessari þróun.
FRÉTTATILKYNNING...
Bleikir steinar
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, greindi í morgun (föstudag) frá staðreyndum um jafnrétti karla og kvenna í heilbrigðismálaráðuneytinu sem einn handahafa hinna bleiku steina en ráðherra fékk afhenta bleika steina kvenréttindadaginn 19. júní s.l., úr hendi fulltrúa Femínistafélags Íslands sem setti slagorðið "Styðjum jafnrétti ? málum bæinn bleikan" á oddinn. Eiga bleiku steinarnir að minna "viðtakendur á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku og hvetja þá til að kynna sér femínisma." eins og haft var eftir þeim sem afhentu steinana bleiku.
ÁVARP RÁÐHERRA...
Barnahús fimm ára í dag
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimsótti Barnahús í dag í tilefni þess að fimm ár eru nú liðin frá því að Barnahús tók til starfa. Markmiðið með stofnun þess var að skapa vettvang fyrir samstarf opinberra aðila sem koma að rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum. Áður fór barnaverndarkönnun, lögreglurannsókn, læknisskoðun og sálfræðimeðferð fram á ólíkum stöðum og oft án samhæfingar þeirra sem að málinu komu. Hugmyndafræði Barnahúss gengur út á að samhæfa eins og unnt er hlutverk barnaverndar- og félagsmálayfirvalda, saksóknara og lækna við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum, - að efla samstarf ofangreindra stofnana og embætta til að gera vinnubrögðin markvissari og skilvirkari · að forða börnum sem sætt hafa kynferðisofbeldi frá því að þurfa að endurupplifa erfiða lífsreynslu með ítrekuðum viðtölum við mismunandi viðmælendur á mörgum stofnunum · að koma börnunum til hjálpar með sérhæfðri greiningu og meðferð þegar þess gerist þörf og að safna á einum stað þverfaglegri þekkingu mismunandi stofnana og sérfræðinga við rannsókn og meðferð mála og miðla henni til þeirra sem þurfa á henni að halda.
Samnorrænt átak með stuðningi heilbrigðisyfirvalda og stjórnmálamanna er nauðsynlegt til að hafa stjórn á þeim vanda sem stafar af ört vaxandi fjölda sýkinga af völdum fjölónæmra staphylokokka. Þetta kom fram á 20 ársþingi Norðurlandasamtaka sýklafræðingaog smitsjúkdómalækna sem haldið var í Óðinsvéum í vikunni. Í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér kemur fram að sýkingar af þessum völdum hafi farið ört vaxandi innan veggja evrópskra sjúkrahúsa en nú þurfi einnig að hafa áhyggjur af því að þessa verður vart í auknum mæli úti í samfélaginu, utan sjúkrahúsanna. Lengst af hafa sýkingar vegna fjölónæmra staphylokokka ekki verið vandamál á Norðurlöndunum en nú er þetta augljóslega að breytast. Þetta kallar á breytt sýklalyf og verulega aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu takist ekki að stemma stigu við þessari þróun.
FRÉTTATILKYNNING...
Bleikir steinar
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, greindi í morgun (föstudag) frá staðreyndum um jafnrétti karla og kvenna í heilbrigðismálaráðuneytinu sem einn handahafa hinna bleiku steina en ráðherra fékk afhenta bleika steina kvenréttindadaginn 19. júní s.l., úr hendi fulltrúa Femínistafélags Íslands sem setti slagorðið "Styðjum jafnrétti ? málum bæinn bleikan" á oddinn. Eiga bleiku steinarnir að minna "viðtakendur á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku og hvetja þá til að kynna sér femínisma." eins og haft var eftir þeim sem afhentu steinana bleiku.
ÁVARP RÁÐHERRA...
Barnahús fimm ára í dag
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimsótti Barnahús í dag í tilefni þess að fimm ár eru nú liðin frá því að Barnahús tók til starfa. Markmiðið með stofnun þess var að skapa vettvang fyrir samstarf opinberra aðila sem koma að rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum. Áður fór barnaverndarkönnun, lögreglurannsókn, læknisskoðun og sálfræðimeðferð fram á ólíkum stöðum og oft án samhæfingar þeirra sem að málinu komu. Hugmyndafræði Barnahúss gengur út á að samhæfa eins og unnt er hlutverk barnaverndar- og félagsmálayfirvalda, saksóknara og lækna við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum, - að efla samstarf ofangreindra stofnana og embætta til að gera vinnubrögðin markvissari og skilvirkari · að forða börnum sem sætt hafa kynferðisofbeldi frá því að þurfa að endurupplifa erfiða lífsreynslu með ítrekuðum viðtölum við mismunandi viðmælendur á mörgum stofnunum · að koma börnunum til hjálpar með sérhæfðri greiningu og meðferð þegar þess gerist þörf og að safna á einum stað þverfaglegri þekkingu mismunandi stofnana og sérfræðinga við rannsókn og meðferð mála og miðla henni til þeirra sem þurfa á henni að halda.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
31. október 2003
31. október 2003