Umfjöllun um jafnréttismál á Norðurlöndunum í Le Figaro
Mikil áhersla er lögð á jafnréttismál í Frakklandi um þessar mundir en stjórnvöld eru að undirbúa „Generation Equality Forum“ eða Peking +25, í samstarfi við stjórnvöld Mexíkó og UN Women. Generation Equality Forum mun leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í bandalög til að greina hvað hefur áunnist frá því að aðgerðaráætlunin að auknu jafnrétti kynjanna var samþykkt 1995 og vinna að úrbótum á þeim sviðum sem enn hallar á konur og stúlkur í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á myndinni má sjá Delphine O, sendiherra og framkvæmdastýru Peking + 25, tala um væntingar til ráðstefnunnar sem verður haldin í júlí í París á viðburði í finnska sendiráðinu í París um jafnrétti, en mörg sendiráð í París hafa tekið höndum saman til þess að vekja athygli á mikilvægi þessa málaflokks í aðdraganda ráðstefnunnar.