Föstudagspóstur 18. október 2024
Heil og sæl.
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna heimsóttu Úkraínu í vikunni. Andrii Sybhia, utanríkisráðherra Úkraínu, átti fund með ráðherrunum í hafnarborginni Odesa. Heimsóknin til Úkraínu kom í framhaldi af heimsókn til Moldóvu á þriðjudag þar sem Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin undirstrikuðu stuðning sinn við lýðræðislegar og efnahagslegar umbætur í Moldóvu á sama tíma og landið hefur mátt þola ítrekaðar fjölþáttaárásir af hálfu Rússlands. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins tók þátt í heimsókninni í fjarveru utanríkisráðherra Íslands.
Hringborð Norðurslóða fer fram í þessari viku en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hitti Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, í tengslum við það.
Minister for Foreign Affairs @thordiskolbrun met with US Senator @lisamurkowski in #Reykjavik today on the sidelines of @_Arctic_Circle. Good exchange on arctic issues, 🇺🇸, Alaska & 🇮🇸 relations & politics. pic.twitter.com/4AfYn7xkOx
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 17, 2024
Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Brasilíu var undirritaður í húsakynnum ráðuneytisins í vikunni. Samningurinn, sem nær til tekjuskatta, var undirritaður af Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra og staðgengli ráðuneytisstjóra, fyrir hönd Íslands og Rodrigo de Azeredo Santos, sendiherra, fyrir hönd Brasilíu.
Yfirmenn hermála Norðurlandanna funduðu í síðustu viku um frekari útfærslu á varnasamstarfi ríkjanna og hvernig hægt er að auka sameiginlega getu og viðbragð innan ramma NORDEFCO. Fundurinn fór fram í Keflavík og var haldinn í samstarfi Íslands og Danmerkur, sem fer með formennsku í norræna varnarsamstarfinu í ár.
Greint var frá viðamikilli og óháðri úttekt fyrirtækisins GOPA á starfi GRÓ skólanna, það er Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólans, Landgræðsluskólans og Sjávarútvegsskólans, á árunum 2018–2023 en hún staðfestir góðan árangur af starfi þeirra. Í úttektinni eru lagðar fram 37 tillögur til úrbóta er varða skólana og GRÓ miðstöðina.
Nóg er um að vera hjá sendiráðinu í Berlín sem tekur á mánudag á móti forsetum og utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Þýskalands í tilefni af 25 ára afmæli sendiráða Norðurlandanna í Berlín. Við hvetjum fólk til að fylgjast með frásögn sendiráðsins í næstu viku á samfélagsmiðlum. Lokað verður hjá sendiráðinu mánudaginn 21. október og þriðjudaginn 22. október vegna dagskrárinnar í kringum afmælið.
Þá hitti Auðunn Atlason, sendiherra í Berlín, Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Belarús, annars vegar og Cem Özdemir, landbúnaðarráðherra Tyrklands, hins vegar.
Earlier this week, had the pleasure to congratulate Sviatlana Tsikhanouskaya onthe Schwarzkopf Europe Award in Berlin. Today, Nordic Ambassadors met with German Minister for Agriculture Cem Özdemir. Big week coming up with #NOBO25 and visits on highest level. pic.twitter.com/5irj9paYA5
— Auðunn Atlason (@audunnatla) October 18, 2024
Sendiráðið í Helsinki vakti athygli á afhendingu finnska fyrirtækisins Kewatec á björgunar- og leitarbáti til Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Pálína B. Matthíasdóttir, deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu, heimsóttu í vikunni samstarfshéruð Íslands í Úganda, Namayingo og Buikwe, og fengu þar innsýn inn í það viðamikla starf sem er unnið fyrir tilstilli héraðsnálgunar Íslands, meðal annars á sviði menntamála og vatns- og hreinlætis. Í Namayingo kynntu þær sér líka samstarfsverkefni Íslands og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, gegn fæðingarfistli og hittu konur sem notið hafa góðs af því.
Another day of constructive meetings this time with #Buikwe District Authorities and a field visit to #Kiyndi fishmarket #Najja RC Primary School and the GBV shelter pic.twitter.com/oAbahOVG1O
— MFA Iceland Development 🇮🇸 (@IcelandDevCoop) October 17, 2024
Sendiráðið í Kaupmannahöfn fjallaði um og birti myndir frá Nordisk Kulturnat síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni tóku öll Norðurlöndin þátt í að móta dagskrána en boðið var upp á veitingar frá veitingastöðum sem leggja áherslu á sjálfbærni og notkun á staðbundnum hráefnum, auk þess að vinna gegn matarsóun. Gestir og gangandi gátu auk þess tekið þátt í samsöng, þegar sungin voru hin ýmsu lög frá Norðurlöndunum og boðið var upp á námskeið í að þæfa íslenska ull.
Fulltrúar sendiráðsins í Lilongwe hittu fulltrúa mannréttindanefndar Malaví þar sem staða mannréttindamála í landinu var til umræðu, einkum út frá kynbundinni mismunun og í tengslum við málefni eldra fólks.
Sturla Sigurjónsson sendiherra og Drífa Arnþórsdóttir menningarmálafulltrúi sóttu fyrir hönd sendiráðsins í London viðburð í tengslum við frumsýningu á íslensku kvikmyndinni Ljósbroti á kvikmyndahátíðinni London Film Festival í vikunni.
PolarExp2024 fór fram í síðustu viku og var haldin í Ilulissat. Um er að ræða stærstu sjávarútvegssýningu sem haldin er á Grænlandi. Um 50 þátttakendur frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Kína og Svíþjóð tóku þátt með sýningarbása og sótti Þórður Bjarni Guðjónsson, aðalræðismaður Íslands á Grænlandi, hana.
Íslensk sendinefnd var viðstödd ráðstefnu í tengslum við hafrannsóknir og nýsköpun í Ottawa. Hlynur Guðjónsson, sendiherra í Kanada, tók þátt ásamt fulltrúum Matís og Hafró.
Fjallað var um mannabreytingar í sendiráðinu í Osló.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í París, leiddi umræðuhóp á vettvangi OECD um hvernig stjórnvöld geti komið í veg fyrir neikvæð áhrif sem stafað geta af gervigreind.
A lot of convergence emerged from fruitful and frank discussions on the Future of Global #AI Governance at the #OECD GSG meeting this week. International cooperation is key to transforming economies and societies, incl for 🇮🇸 Special 🙏🏼 to 🇬🇷 & 🇨🇦 for making this happen. pic.twitter.com/9711q9ncft
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) October 16, 2024
220. framkvæmdastjórnarfundur UNESCO er í fullum gangi en hann stendur yfir frá 9.-23.október. Reglulegir fundir stjórnar fara fram tvisvar á ári. Ísland leggur þar meðal annars áherslu á jafnrétti, loftslagsmál, málefni ungs fólks og stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan. Ísland hefur einnig á undanförnum dögum tekið virkan þátt í umræðum um jafnrétti, heimsmarkmið SÞ 4 (menntun), aðgerðir UNESCO á Gaza og ýmis önnur mál.
The 220th session of UNESCO’s Executive Board has begun.
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) October 14, 2024
In its plenary intervention 🇮🇸 called for:
-Continued focus on youth, gender equality and climate action @UNESCO
-Stronger support to Afghan women and girls
-Full attention and action to growing and devastating conflicts pic.twitter.com/ot45xOpzwT
Over the past days at the #220EXB session of @UNESCO Iceland has actively participated in discussions on gender equality, youth, SDG4 on education, climate actions, UNESCO's programme in Gaza, and many more topics. @MFAIceland@IcelandDevCoop pic.twitter.com/EZo07o2iJ4
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) October 18, 2024
Ferðasýningin Outside Looking In, Inside Looking Out var opnuð í embættisbústaðnum í París í vikunni. Sýningin var vel sótt af lykilfólki úr myndlistar- og menningargeiranum en hún er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Íslandsstofu og sendiskrifstofa Íslands víða um heim. Markmiðið er að kynna nýja kynslóð myndlistarmanna frá Íslandi en á hverjum stað er lögð sérstök áhersla á einn listamann úr hópnum.
Sunna Gunnlaugs Trio lékt fyrir gesti í embættisbústaðnum í Stokkhólmi.
Bryndís Kjartansdóttir, sendiherra í Stokkhólmi, var viðstödd þegar rithöfundurinn og ljóðskáldið Gyrðir Elíasson tók á móti Tranströmer-verðlaununum.
Sendiráðið í Varsjá tók í síðustu viku á móti Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og sendinefnd sem heimsótti meðal annars menningarmálaráðuneyti og tækni- og þróunarmálaráðuneyti Póllands.
Friðrik Jónsson og fulltrúar sendiráðsins í Varsjá hittu þá pólska þingmenn þar sem samband Íslands og Póllands var til umræðu.
Þórir Ibsen sendiherra í Peking sótti hádegisverðarfund með Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í boði Amakobe Sande, fulltrúa UNICEF í Kína. Á fundinum voru sendiherrar þeirra ríkja sem sitja í framkvæmdastjórn UNICEF og var rætt um starfsemi stofnunarinnar í Kína.
Inga Dóra Pétursdóttir, staðgengill sendiherra í Peking, flutti ávarp fyrir hönd Norðurlandanna við opnun hinnar árlegu viðskiptaráðstefnu Kína og Norðurlandanna í Wuhan. Ýmis norræn fyrirtæki taka þátt í kaupstefnunni, þar á meðal Össur, Controlant og samstarfsaðili Icelandair.Honoured to meet UNICEF Executive Director Catherine Russell and discuss with her and Amakobe Sande UNICEF Representative to China about the important work being carried out in China. pic.twitter.com/LDhQO2Wd7I
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 18, 2024
Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, hefur heilsað upp á og fundað með fjölmörgum kollegum á fyrstu mánuðum hans í nýju starfi.An honor to deliver opening remarks @ China Nordic Economic & Trade Cooperation Forum in beautiful Wuhan on behalf of 🇮🇸 🇸🇪🇳🇴🇩🇰 Important forum to strengthen & build new economic bridges btw the nordics and China. Happy to meet reps from @controlant @Icelandair & @OssurCorp! pic.twitter.com/xB9NYkjevj
— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) October 18, 2024
Áherslur Íslands í loftslagsmálum sem hluti af þróunarsamvinnustefnu okkar báru á góma í New York.Courtesy rounds. As a newcomer I have had the opportunity and immense pleasure of paying my outstanding colleagues @NATO a visit in their respective delegations. Great talks and learnt a lot. Looking forward to our further co-operation and achieving our common goals. pic.twitter.com/igvESQcDu9
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) October 11, 2024
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Tókýó, ávarpaði háskólanemendur og fór yfir áherslur Íslands í jafnréttismálum og mikilvægi valdeflingar kvenna.“Climate action is central to Iceland’s international development cooperation and we will continue to prioritize funding for climate financing.”
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 16, 2024
🇮🇸 #SecondCommittee discussion on sustainable development 📄 https://t.co/mHtP5NCyev pic.twitter.com/hch5h28Naj
Sendiráðið í Washington D.C. fékk góðar heimsóknir í vikunni, annars vegar frá nemendum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og hins vegar frá fjórum háskólanemum frá Catholic University of America. Starfsfólk sendiráðsins kynnti fyrir nemendunum fjölbreytt starf sendiráðsins og gaf þeim innsýn inn í samskipti Íslands og Bandaríkjanna.Spoke at Gunma Pref. Women’s Uni - the Goi Peace Foundation’s Lecture Series for Ambassadors. Discussed #Iceland’s journey toward #genderequality & importance of empowering women for a more just & equal society. Rewarding to engage with these bright students. pic.twitter.com/nQXVRi0Vy5
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) October 16, 2024
Yesterday we received a great group of freshman students from the Catholic University of America who were interested in learning more about Iceland, its culture and the work of the Embassy, especially regarding trade. Always a pleasure to speak to students about 🇮🇸🇺🇸 relations. pic.twitter.com/8zhrqTNmzD
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 18, 2024
Pleasure to receive a visit from Icelandic high school students & teachers from FG as part of their school trip to Washington DC. The embassy team gave an overview of 🇺🇸🇮🇸 relations & daily tasks & focus areas of the embassy. Great questions & conversation. pic.twitter.com/hvuTDVO2ot
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 15, 2024
Fleira var það ekki þessa vikuna. Góða helgi!
Upplýsingadeild.