Hoppa yfir valmynd
30. september 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra heimsótti SÍM

„Það er stórkostlegt að sjá hversu vel er haldið utan um listamennina hjá samtökum íslenskra myndlistamanna. Mér fannst einstaklega gaman að hitta bæði íslenska listamenn sem hafa aðstöðu hjá þeim en einnig að hitta erlenda listamenn sem koma hingað sérstaklega til að skapa og fá innblástur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra sem heimsótti vinnustofur Sambands íslenskra myndlistamanna á Seljavegi í dag.
Ráðherra fékk góða kynningu á starfsemi sambandsins og hvernig vinnustofurnar eru reknar.

 

Samband íslenskra myndlistamanna á fjörutíu ára starfsafmæli um þessar mundir, en undir regnhlíf SÍM eru 7 fagfélög myndlistarmanna og 950 félagsmenn. Samtímis hefur sambandið boðið upp á húsnæði fyrir vinnustofur listamanna í 20 ár en þær er að finna í níu vinnustofu húsum og hafa 240 félagsmenn aðstöðu hjá sambandinu. Gestavinnustofur eru einnig reknar á vegum sambandsins og er hægt að taka á móti 200 alþjóðlegum listamönnum árlega.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta