Norðurlöndin undirrita samninga um upplýsingaskipti við Hong Kong
Norrænu ríkin (Ísland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Noregur og Svíþjóð) undirrituðu í dag tvíhliða samninga um upplýsingaskipti í skattamálum við Hong Kong, Kína. Samningarnir voru undirritaðir í sendiráði Íslands í París.