Hoppa yfir valmynd
13. október 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um raforkuviðskipti í samráðsgátt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar.

Reglugerðardrögin fela í sér breytingar á ferli söluaðilaskipta raforku þar sem litið er m.a. til neytendasjónarmiða og samkeppnissjónarmiða. Reglugerðardrögunum er ætlað að koma á fót kerfi sem felur í sér að sölufyrirtækjum raforku ber að sjá um að koma á samningum við notendur um raforkukaup. Notandi velur sölufyrirtæki og tilkynnir um notkunarstað og eru viðskiptin staðfest með rafrænum skilríkjum.

Sú leið sem farin yrði með breytingunni er til þess fallin að örva samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur þar sem söluaðili er sá aðili sem notandi snýr sér fyrst til um öflun nýrra viðskipta. Breytingin er einnig í samræmi við almenna viðskiptavenju þar sem neytendur velja sér smásöluaðila til að eiga viðskipti við með því að snúa sér beint til hans í stað þess að snúa sér til dreifiveitna.

Ráðuneytið hvetur alla sem málið viðkemur að senda inn umsagnir og athugasemdir vegna þessara áforma, en frestur til að skila inn umsögnum er til og með 3. nóvember nk.

Drög að breytingu á reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta