Hoppa yfir valmynd
13. júní 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um nýja Evrópulöggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II/MiFIR)

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman skýrslu um nýja Evrópulöggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga, svokallað MiFID II/MiFIR regluverk. Skýrslan er til upplýsinga fyrir haghafa, þ.e. neytendur, fjármálafyrirtæki, stjórnmálamenn og aðra þá sem málið varðar.

Markmiðið með birtingu skýrslunnar er að draga fram helstu breytingar sem hin nýja Evrópulöggjöf mun hafa í för með sér og koma af stað umræðu um áhrif hennar á íslenskan fjármálamarkað sem nýtast mun við endurbætur á innlendri lagaumgjörð um markaði fyrir fjármálagerninga. Nefnd, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði síðastliðinn vetur, vinnur nú að upptöku hins nýja Evrópuregluverks í íslenskan rétt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta