Hoppa yfir valmynd
12. desember 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra Palestínu heimsækir Ísland

Riad Al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu
Riad Al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu

Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, heimsækir Ísland dagana 14. til 16. desember næstkomandi í boði Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Á meðan dvölinni stendur mun ráðherrann eiga fundi með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þá mun hann heimsækja Alþingi, funda með utanríkismálanefnd og hitta Jón Gnarr borgarstjóra. Fimmtudaginn 15. desember kl. 14:45 mun ráðherrann halda opinn fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu.

Mynd: Roosewelt Pinheiro/ABr

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta