Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fléttan - styrkir til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu: Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fléttuna - styrki til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðistækni- og þjónustu. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2024. 

Þetta er í þriðja sinn sem Fléttustyrkir eru auglýstir til umsóknar en þeir eru veittir til nýsköpunarfyrirtækja sem þróað hafa lausnir sem hafa það að markmiði að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni heilbrigðiskerfisins. Til ráðstöfunar árið 2024 eru 100 milljónir króna. Allar nánari upplýsingar um Fléttuna má nálgast hér.

Styrkir úr Fléttunni eru til verkefna sem styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðistækni, -vörum og -þjónustu. Því er athygli vakin á því að styrkjunum er ekki úthlutað til verkefna sem enn eru á hugmynda- eða byrjunarstigi. Um er að ræða samkeppnisstyrki sem úthlutað er til verkefna til eins árs í senn. 

Styrkveiting er háð því skilyrði að nýsköpunar-, frumkvöðla- og/eða sprotafyrirtæki eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til innleiðingar þeirrar nýsköpunar sem sótt er um styrki til. Sérstök áhersla er lögð á stuðning við samstarf hins opinbera og einkaaðila um land allt. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2024. Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta