Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga
Á vef utanríkisráðuneytisins er væntanlegum kjósendum bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa. Einnig er athygli kjósenda vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.