Hoppa yfir valmynd
22. október 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn

Ríkisstyrkur Árnastofnunar í Kaupmannahöfn fyrir árið 2009 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn.

DEN ARNAMAGNÆANSKE KOMMISSION - KØBENHAVNS UNIVERSITET

Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn

Ríkisstyrkur Árnastofnunar í Kaupmannahöfn fyrir árið 2009 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn.

  • Um styrkinn geta sótt fræðimenn, með eða án háskólamenntunar.
  • Styrkurinn er þetta árið um 21.000 danskar krónur á mánuði, auk ferðakostnaðar, og má veita umsækjanda í allt að tólf mánuði. Að jafnaði er styrkurinn aðeins veittur í 1-3 mánuði.
  • Umsóknir ber að stíla til ritara Den Arnamagnæanske Kommission, prófessor (em.), dr. phil. Jonna Louis-Jensen, og senda til overassistent John Tietze, Den Arnamagnæanske Kommission, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S.
  • Umsóknarfrestur rennur út 20. nóvember 2008 kl. 12:00.

Det Arnamagnæanske Stipendium

Det Arnamagnæanske Legat, sem hefur það verkefni að veita íslenskum ríkisborgurum styrk til rannsókna í Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling (Árnasafni) eða í öðrum samsvarandi söfnum í Kaupmannahöfn, auglýsir hér með styrk fyrir árið 2009 lausan til umsóknar.

  • Umsóknir ber að stíla til ritara Den Arnamagnæanske Kommission, prófessor (em.), dr. phil. Jonna Louis-Jensen, og senda til overassistent John Tietze, Den Arnamagnæanske Kommission, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S.
  • Umsóknarfrestur rennur út 20. nóvember 2008 kl. 12:00.

Ef umsækjandi óskar þess að umsókn hans verði metin styrkhæf úr báðum þessum sjóðum skal hann geta þess. Ekki er ætlast til að tvær umsóknir séu skrifaðar, sín um hvorn styrkinn.

Nánari upplýsingar má fá hjá Hugvísindasviði Háskóla Íslands eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta