Forsætisráðherra Danmerkur til Íslands
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og eiginkona hans, Sólrun Løkke Rasmussen, koma til landsins í dag í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands.
Lars Løkke heldur beint á tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.
Að loknum fundi eða klukkan 14:20 til 14:30 í dag í Ráðherrabústaðnum eru fjölmiðlar boðnir velkomnir á stuttan blaðamannafund.
Lars Løkke Rasmussen mun því næst heimsækja Marel og fá kynningu á fyrirtækjunum HS Orku og Carbon Recycling International, sitja hátíðarkvöldverð í Ráðherrabústaðnum í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og taka þátt í hátíðahöldum í tengslum við fullveldisafmælið á morgun, 1. desember.