Hoppa yfir valmynd
5. maí 2008 Utanríkisráðuneytið

Koma franska flughersins til Íslands

Í dag, 5. maí, hefst loftrýmisgæsla NATO á Íslandi með komu fjögurra Mirage 2000 orrustuþotna frá franska flughernum auk 110 manna liðsafla vegna útgerðar vélanna. Loftrýmisgæsla Frakka mun standa til 20. júní n.k.

Loftrýmisgæsla NATO á Íslandi var samþykkt af fastaráði NATO í júlí 2007 í kjölfar óska forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO í Riga í nóvember 2006. Eftir brotthvarf bandaríska varnarliðsins í lok september 2006 hefur engin loftrýmisgæsla farið fram yfir Íslandi, en virku loftrýmiseftirliti hefur hins vegar verið sinnt af Ratsjárstofnun.

Ósk íslenskra stjórnvalda um loftrýmisgæslu af hálfu NATO byggðist á því grundvallaratriði innan bandalagsins að ekkert NATO ríki skuli vera án slíkrar gæslu og að þau ríki sem ekki hefðu yfir flugher að ráða yrði veitt slík gæsla af hálfu flugherja annarra bandalagsríkja. Alls njóta sex ríki innan bandalagsins loftrýmisgæslu sem framkvæmd er af öðrum bandalagsríkjum. Eystrasaltsríkin njóta stöðugra viðveru flugherja bandalagsríkjanna sem skiptast á um að gæta loftrýmis þeirra fjóra mánuði í senn. Lúxemborg nýtur loftrýmisgæslu af hálfu Belga og Hollendinga og Slóvenía af hálfu Ítala.

Við ósk Íslands um loftrýmisgæslu var tekið fram að ekki væri óskað eftir stöðugri viðveru heldur færi gæsla fram að jafnaði fjórum sinnum á ári 2-3 vikur í senn.

Að lokinni viðveru Frakka við loftrýmisgæslu á Íslandi munu Bandaríkjamenn taka að sér næsta eftirlitstímabil sem verður í september n.k



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta