Education at a Glance 2024 – jöfn tækifæri til náms
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) birtir árlega úttektir á stöðu menntunar innan OECD-ríkja. Í ár fjallar úttektin um jöfn tækifæri til náms út frá bakgrunni sem er ein af grunnstoðum menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.
Í úttektinni er horft til útkomu í menntun og á vinnumarkaði út frá þjóðfélagshópum. Hún byggir á lykiltölum og samanburði milli OECD-ríkja.
Á Íslandi, þar sem skólaganga skyldubundin frá 6-16 ára og gjaldfrjáls eða með hóflegum skólagjöldum, eru þó vísbendingar um að ójöfnuður sé að aukast í námi. Þetta sýndu m.a. síðustu niðurstöður PISA.
Helstu niðurstöður
Helstu niðurstöður skýrslunnar um jöfn tækifæri til náms innan ríkja OECD eru:
- Félags- og efnahagslegur munur:
Félags- og efnahagslegur bakgrunnur fólks er áfram sterkur áhrifavaldur á menntun innan OECD. Það má sjá frá leikskólastigi þar sem börn tekjulágra fjölskyldna eru ólíklegri til að fara í leikskóla samanborið við börn úr tekjuhærri fjölskyldum. Munurinn heldur einnig áfram yfir öll skólastig, alveg að háskólastigi. - Menntunarstig og vinnumarkaður:
Þrátt fyrir að menntunarstig hafi aukist, þ.e. hærra hlutfall ungs fólk séu með a.m.k. menntun á framhaldsskólastigi, hafa tækifæri á vinnumarkaði ekki endilega aukist jöfnum höndum. Almennt hefur þátttaka 25–34 ára án framhaldsskólamenntunar á vinnumarkaði aðeins hækkað. - Menntun yngri barna á leikskólaaldri:
Þátttaka barna í leikskólamenntun hefur vaxið innan OECD en ennþá eru til staðar hindranir sem birtast í minni þátttöku barna af tekjulægri heimilum. Að meðaltali hafa opinber útgjöld til leikskólastigs hækkað um 9% síðan 2015. - Kynjamunur
Menntunarstaða: Konur skora almennt hærra en karlar á flestum menntamælikvörðum eins og fyrr, þar með talið hærra brautskráningarhlutfall á framhalds- og háskólastigi. Hins vegar er atvinnustig kvenna með háskólamenntun lægri en karla með háskólamenntun, og konur þéna enn umtalsvert minna en karlar fyrir öll menntunarstig.
Starfsmenntun: Það er umtalsverður kynjamunur í þátttöku í starfsmenntun þar sem karlar eru líklegri til þess að innritast í starfs- og verknám í mörgum löndum. - Kennaraskortur:
Mörg lönd innan OECD fást við vaxandi skort á hæfum kennurum og þá sérstaklega í hverfum sem eru illa sett félags- og efnahagslega. Aðgerðir til þess að fá hæfa kennara til starfa eru brýnar en fjárhagslegir hvatar einir og sér hafa ekki reynst nægjanlegir til þess að laða að og halda í kennara á þessum svæðum. - Fullorðinsfræðsla og símenntun:
Þátttaka fullorðinna í menntun hefur verið að aukast í sumum löndum með sérstaka áherslu á starfsmenntunarþjálfun og endurkomu í nám fyrir þá sem ekki luku formlegri skólagöngu. Það hefur hins vegar reynst áskorun að hafa slíka leiðir aðgengilegar fyrir alla þjóðfélagshópa. - Fjárhagslegar bjargir og útgjöld:
Lönd innan OECD hafa haldið áfram að fjárfesta umtalsvert í menntun og hafa sérstaklega einblínt á leikskólastigið og yngsta stig grunnskóla. Hinsvegar reynist enn vera mismunur á því hvernig fjármunum í menntun er úthlutað, og sum lönd þurfa að bæta hagkvæmni í fjárfestingum og tryggja meiri jöfnuð í útdeilingu fjármuna. - Vinnumarkaður:
Atvinnuþátttaka hefur aukist en þrátt fyrir það veldur það áhyggjum að aukið menntunarstig yfirfærist ekki endilega í betri stöðu á vinnumarkaði. Ósamræmi milli færni aflað í gegnum menntun og þarfa vinnumarkaðar er ákveðin áskorun í mörgum löndum. - PISA og námsárangur:
Hlutfall 15 ára nemenda sem fá slaka niðurstöðu í PISA hefur verið óbreytt eða aukist í mörgum löndum síðan 2012. Sú niðurstaða veldur áhyggjum og vekur upp spurningar um gæði menntunar og grunnhæfni, sérstaklega í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. - Áhrif COVID-19:
Skýrslan varpar einnig ljós á þrálátum áhrifum COVID-19 faraldursins á rof í menntun og námstapi. Sum lönd hafa meðal annars séð aukningu í fjölda sem eru ekki í skóla, sérstaklega á framhaldsskólastigi, og jafnvel snúið við árangri sem nýlega hafði náðst.
Ísland
Almenn þátttaka á leikskólastiginu er mjög há á Íslandi. Töluverður munur er á þátttöku 0-2 ára barna í leikskólum og daggæslu eftir ráðstöfunartekjum foreldra. Munur á þátttöku barnanna eftir ráðstöfunartekjum foreldra í efsta og neðsta tekjuþriðjungi er 23 prósentustig borið saman við 18,5 prósentustiga meðaltal OECD-ríkja. Munur á milli þeirra í efsta og neðsta tekjuþriðjungi 23%-stig. Meðaltal OECD er hins vegar 18,5%-stig. Viðvera er einna lengst á Íslandi hjá 0–2 ára (38,1 klst) miðað við meðaltal OECD (31,5 klst.).
Hlutfall ungmenna (18–24 ára) sem er ekki í námi eða vinnu, svokallaður NEET hópur (e. Not in Education, Employment, or Training), er lægst á Íslandi meðal ríkjanna og hefur lækkað frá árinu 2016, eins og í flestum ríkjum. NEET hópurinn innifelur einnig fólk sem er atvinnulaust, og því í virkri atvinnuleit, og því samfélagslega virkir. 90% ungra NEET kvenna á Íslandi eru óvirkar, þ.e. ekki í námi né vinnu, og ekki í virkri atvinnuleit. Þetta er eitt hæsta hlutfall innan OECD ríkja meðal kvenna, en einungis Slóvenía og Mexíkó hafa hærra hlutfall óvirkra kvenna innan NEET hópsins.
Nánari upplýsingar um Ísland:
Menntastefna
Jöfn tækifæri fyrir alla er ein af grunnstoðum menntastefnu til ársins 2030 og úttekt OECD því mikilvægt innlegg í stefnumótun stjórnvalda. Mennta- og barnamálaráðuneytið mun hafa niðurstöðurnar til hliðsjónar í fyrirhugaðri 2. aðgerðaáætlun menntastefnu fyrir árin 2024–2027 sem kynnt verður á Menntaþingi þann 30. september 2024.