Hoppa yfir valmynd
16. mars 2018 Utanríkisráðuneytið

Dansveisla í Hörpu í hádeginu: Milljarður rís 2018

Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi verður í Hörpu í dag. 16. mars kl. 12-13 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. „Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum!,“ segir í frétt frá UN Women.

Fram kemur í fréttinni að í ár eigi konur af erlendum uppruna sviðið.

„Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

Undanfarið hafa konur úr ólíkum geirum stigið fram í krafti #MeToo byltingarinnar og lýst kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa þurft að þola. Í ár tileinkar UN Women á Íslandi dansinn konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun, kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi. Þær munu eiga sviðið í Hörpu og flytja nafnlausar frásagnir hugrakkra kvenna sem deilt hafa reynslu sinni. Bylting er hafin og ofbeldi gegn konum verður ekki liðið – Hingað og ekki lengra!

Í sjötta sinn ætlum við að sameinast og dansa fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og sýna þeim samstöðu. Í ár verður dansað af krafti í Hörpu í Reykjavík, Hofi Akureyri, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Hljómahöllinni á Suðurnesjum, Íþróttahúsinu Neskaupstað, Þrykkjunni Vöruhúsi, Íþróttahúsinu Egilsstöðum, Félagsheimilinu Hvammstanga og Óðali Borgarnesi. Samtakamátturinn verður allsráðandi!

DJ Margeir heldur uppi stuðinu í Hörpu líkt og undanfarin ár og óvænta atriðið verður magnað!

UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík skora á alla; vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og rísa upp fyrir heimi án ofbeldis, mæta og veita konum af erlendum uppruna hljómgrunn og um leið vekja fólk til vitundar um það margþætta ofbeldi sem konur af erlendum uppruna hér á landi hafa þurft að þola.

Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og gefum ofbeldi fingurinn!“

Myllumerkið er #milljardurris #fokkofbeldi

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta