Hoppa yfir valmynd
14. mars 2013 Innviðaráðuneytið

Málþing um almenningssamgöngur 20. mars – skráning stendur yfir

Skráning er í fullum gangi á málþingið Stuð í strætó sem haldið verður miðvikudaginn 20. mars nk. Fjallað verður um almenningssamgöngur um land allt og munu sérfræðingar samgöngufyrirtækja og fulltrúar yfirvalda og notenda fjalla um ýmsar hliðar málsins.

Málþingið Stuð í strætó verður haldið 20. mars 2013.

Málþingið fer fram á Hótel Sögu og stendur milli kl. 10 og 13. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tilkynningu á netfangið [email protected] eigi síðar en mánudaginn 18. mars. Dagskráin verður send út á netinu fyrir áhugasama sem ekki eiga kost á að sitja fundinn. Slóðin verður sett á vefinn þegar nær dregur.

DAGSKRÁ


  • Samferða skynseminni - framtíðarsýn um samgöngur
    Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
  • Almenningssamgöngur - raunhæfur kostur um allt land?  
    Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
  • Hvað gerir Strætó við aurinn?
    Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó
  • Hvert þarftu að komast?
    Einar Kristjánsson, skipulags- og þróunarsviði Strætó
  • Svona gerum við: Úr öllum áttum í eitt kerfi
    Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú
  • Ferðast milli hverfa: Almenningssamgöngur í Eyjafirði
    Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
  • KAFFI
  • Borg fyrir fólk: Umhverfi, skipulag og aðrir samgöngumátar
    Kristín Soffía Jónsdóttir, umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur
  • Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún?
    Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti
  • Ég vel að ferðast með strætó
    Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar
  • Stuð í Strætó
    Ari Eldjárn, samfélagsrýnir  

 Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta