Hoppa yfir valmynd
19. september 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Yfirlit fyrir árið 2004

Yfirlit fyrir árið 2004




Úrskurðarnefnd almannatrygginga starfar skv. 7. gr., 7. gr. a. og 7. gr. b. laga um almanna­tryggingar nr. 117/1993 og 15. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 118/1993. Í 7. gr. laga nr. 117/1993 segir að „rísi ágreiningur um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta” leggi úrskurðarnefnd almannatrygginga úrskurð á málið. Í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 118/1993 segir: ,,Ákvæði laga um almannatryggingar gilda um bætur félagslegrar aðstoðar eftir því sem við á, m.a. um kærurétt til úrskurðarnefndar almannatrygginga og um hækkun bóta.” Samkvæmt 16. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu má skjóta niðurstöðu Tryggingastofnunar í slíkum málum til úrskurðarnefndar almannatrygginga.


Úrskurðarnefndin tók til starfa 1. júlí 1999 og hefur því starfað í 6 ár í sumar. Nefndarmenn árið 2004 voru Friðjón Örn Friðjónsson, hrl., formaður, Guðmundur Sigurðsson, læknir, vara­formaður og Þuríður Árnadóttir, lögfræðingur. Varamenn voru: Ingi Tryggvason, hdl., Ludvig Guðmundsson, læknir og Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur. Starfsmenn voru þeir sömu og frá upphafi Steinunn M. Lárusdóttir, lögfr. framkvæmdastjóri, Birna Sigurbjörnsdóttir, lögfr. og Theódóra Hilmarsdóttir, ritari. Skrifstofa nefndarinnar flutti frá Laugavegi 103 að Vegmúla 3, þann 1. júlí 2004.


Kærur sem bárust á árinu 2004


Á árinu 2004 voru skráðar alls 374 kærur hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þar er um að ræða fjölgun mála frá árinu áður en þá bárust 324 kærur. Árið 2002 bárust 259 kærur, 2001 bárust 296 kærur og árið 2000 bárust 396 kærur.


Af þeim 374 kærum sem bárust árið 2004 voru 55 dregnar til baka. Í langflestum tilvikum af því að afgreiðsla var endurskoðuð hjá Tryggingastofnun og henni breytt eftir að kæra barst. Af málum sem bárust á árinu 2004 voru 22 óafgreidd þann 1. mars 2005 og eitt mál var óafgreitt 1. júlí 2005 en það er sjúklingatryggingamál sem barst í lok október 2004 og hefur tafist vegna mats utanaðkomandi sérfræðings.


Langoftast senda kærendur sjálfir inn kærur. Á árinu 2004 bárust 65 kærur frá 28 lögmönnum, þar af bárust 17 kærur frá einum lögmanni, 7 kærur frá öðrum lögmanni og frá þriðja lögmanninum bárust 5 kærur. Aðrir lögmenn sendu inn 1, 2, 3 eða 4 kærur á árinu. Kærur frá lögmönnum voru flestar vegna sjúklingatryggingar eða 25, næstflestar voru vegna slysatryggingar eða 22. Í öðrum málaflokkum voru mun færri kærur frá lögmönnum eða flestar 4 vegna örorkumats og 4 vegna bifreiðakaupa eða reksturs bifreiða. Þegar skoðuð eru afdrif kærumála frá lögmönnum sést að afgreiðsla Tryggingastofnunar var staðfest í 39 málum, en í 16 málum var afgreiðslu Tryggingastofnunar breytt á einhvern hátt. 4 kærum var vísað frá, 3 var vísað aftur til Tryggingastofnunar, 1 afgreiðslu var breytt hjá Tryggingastofnunar áður en til úrskurðar kom, 1 kæra var afturkölluð og 1 mál er barst á árinu 2004 er enn óafgreitt hjá úrskurðarnefnd þann 1. júlí 2005.


Svipaður fjöldi barst af kærum í hverjum mánuði eða um 30 mál. Þó skáru september og nóvember sig úr en þá bárust mun fleiri mál eða 42 í hvorum mánuði. Fæst mál bárust í júlí eða 22.


Úrskurðir kveðnir upp á árinu 2004


Úrskurðað var í 287 kærumálum á árinu 2004, en í 279 málum árið 2003 og 206 málum árið 2002. Árið 2004 var afgreiðsla Tryggingastofnunar staðfest í 206 málum (182 málum árið 2003). Afgreiðslu Tryggingastofnunar var breytt í 43 málum (58 málum árið 2003, 12 málum var vísað frá (18 málum var vísað frá árið 2003) og 26 málum var vísað aftur til Tryggingastofnunar (21 máli var vísað aftur til Tryggingastofnunar árið 2003). Úrskurðarnefndin hélt alls 43 fundi árið 2004 (40 fundir voru á árinu á undan). Að meðaltali voru því afgreidd u.þ.b. 7 mál á hverjum fundi (eins og árið áður). Engir fundir voru haldnir í júlí vegna sumarleyfa.


Nokkuð breytilegt var hversu mörg mál voru afgreidd í hverjum mánuði allt frá 19 málum í febrúar og apríl upp í 38 mál í september 2004.


Þegar skoðaðir eru úrskurðir kveðnir upp á árinu 2004 sést að flest mál voru vegna almennrar örorku eða alls 54. Slík mál voru hins vegar eingöngu 9 árið áður. Næstflest mál eða 44 voru vegna bifreiðakostnaðar og vörðuðu þá annað hvort uppbót/styrk til bifreiðakaupa og/eða uppbót til reksturs bifreiðar. Mál vegna slysatrygginga voru 39, mál vegna tannlækniskostnaðar voru 36. Athyglisverð fækkun hefur orðið á kærum vegna tannlækniskostnaðar frá árinu áður en þá voru þær 72. Málum vegna sjúklingatryggingar fjölgaði úr 14 árið 2003 í 27 mál árið 2004. Að jafnaði eru sjúklingatryggingarmálin flókin og vinna við þau tímafrek miðað við aðra málaflokka. Málum vegna endurhæfingarlífeyris fjölgaði úr 4 árið 2003 í 12 mál árið 2004.


Á árinu 2004 afgreiddi úrskurðarnefndin 10 beiðnir um endurupptöku kærumála. Synjað var um endurupptöku í 7 tilvikum, en endurupptaka samþykkt í 3 tilvikum. Í einu þeirra var fyrri niðurstöðu nefndarinnar breytt og málinu vísað til nýrrar meðferðar Tryggingastofnunar, 1 mál var afgreitt með sömu niðurstöðu og áður og í einu tilviki þar sem endurupptaka var samþykkt hafði nýr úrskurður ekki verið kveðinn upp í árslok 2004.


Þegar mál sem afgreidd voru á árinu 2004 eru skoðuð sést að karlar voru kærendur í 118 málum, konur í 166 málum og karl og kona í 3 málum.




Innkomnar kærur í hverjum mánuði 2004.



janúar 28

febrúar 31

mars 33

apríl 29

maí 28

júní 30

júlí 22

ágúst 29

september 42

október 31

nóvember 42

desember 29

374





Uppkveðnir úrskurðir eftir mánuðum árið 2004


janúar 21

febrúar 19

mars 30

apríl 19

maí 31

júní 26

júlí 0

ágúst 29

september 38

október 25

nóvember 27

desember 23

288



Yfirlit yfir málaflokka þar sem úrskurðir árið 2004 voru 10 eða fleiri:



fjöldi alls afgr. afgr.breytt fráv. vísað til

staðfest TR


almennt örorkumat 54 38 4 3 9

bifreiðakostnaður 44 30 7 1 6

slysmál 39 25 11 3 0

tannmál 36 27 6 1 2 sjúklingatrygging 27 19 7 0 1 ferðakostnaður 13 12 1 0 0

endurhæfingarlífeyrir 12 10 2 0 0

hjálpartæki 12 4 4 2 2 umönnunarbætur 11 10 0 1 0





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta