Alþingiskosningar 2017
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 28. október 2017 í Noregi.
Sendiráðið tekur á móti kjósendum alla virka daga milli kl. 13:00 - 15:00 sem og á sérstökum opnunartíma fyrir kosningar laugardaginn 21. október kl. 11:00 - 13:00 og mánudaginn 23. október kl. 13:00 - 19:00.
Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini.
Einnig verður hægt að kjósa á átta ræðisskrifstofum Íslands í Noregi. Upplýsingar um ræðisskrifstofur.
Opnunartímar fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá ræðismönnum:
- Ræðisskrifstofan í Bergen: laugardagarnir 14. og 21. október milli kl. 13 og 15
- Ræðisskrifstofan í Trondheim: þriðjudagurinn 17. og miðvikudagurinn 18. október milli kl. 12 og 18.
- Ræðisskrifstofan í Bodø: föstudagurinn 20. október milli kl. 16 og 18.
- Ræðisskrifstofan í Kristiansand: vika 42 / 16.-20.október milli kl. 9 og 16.
- Ræðisskrifstofan í Stavanger/Sandnes: miðvikudaginn 4. og mánudaginn 9. milli kl. 10 og 14, föstudaginn 6. október milli kl. 9 og 12. Einnig verður hægt að kjósa fimtudaginn 19.október milli kl. 09:00 og 12:00 og þriðjudaginn 24.október kl. 08.30-10.00.
- Ræðisskrifstofan í Tromsö: fimmtudaginn 5. og mánudaginn 9. október milli kl. 16 og 18.
- Ræðisskrifstofur Íslands í Haugesund: alla virka daga fram til 23. október frá 09.00-15:30
- Ålesund: kosið skv samkomulagi við ræðisskrifstofu.
Sé kjósanda ekki unnt að koma á uppgefnum tímum þá vinsamlega hafið samband við ræðisskrifstofu og kannið hvort hægt sé að koma á öðrum tíma.
Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Stjórnmálaflokkar hafa til 13. október til að skila framboðslistum til kjörnefndar og verða upplýsingar birtar um þá í kjölfarið. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verða birtar á www.kosning.is.
Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi, þ.e. fyrir eða í síðasta lagi laugardaginn 28. október.
Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í siðasta lagi 11. október 2017. Eyðublað vegna þessa má nálgast hér.