Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn annan fund á árinu 2021 mánudaginn 25. október. Á fundinum voru rædd staða og horfur í fjármálakerfinu. Þar á meðal var umfjöllun um hækkandi eignaverð, aukinn skuldavöxt heimila, góða arðsemi bankanna og sterka eiginfjár- og lausafjárstöðu þeirra. Fjallað var um eigið fé bankanna og áhrif eiginfjárstöðunnar á útlánagetu þeirra. Þá var rætt um breytingar í smágreiðslumiðlun og í fjármálainnviðum. Á fundinum voru einnig ræddar þær netárásir sem gerðar voru í september sl. og höfðu m.a. áhrif á greiðslukerfi hér á landiEfnisorð