Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Að gefnu tilefni: Úrbætur í meðferðarmálum barna og ungmenna

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Veittar voru 35 milljónir króna af fjárlögum árið 2012 til að styrkja stöðu Stuðla og efla meðferðarstarf fyrir börn og ungmenni. Fjárveitingin var liður í viðbrögðum velferðarráðuneytisins til að hrinda í framkvæmd tillögum til úrbóta sem lagður var grunnur að í skýrslu Barnaverndarstofu sem stofan vann eftir ítarlegt samráð við Barnavernd Reykjavíkur og  fleiri barnaverndarnefndir..

RÚV birti í gær leiðréttingu vegna umfjöllunar Kastljóss 24. apríl þar sem því var ranglega haldið fram að velferðarráðuneytið og Barnaverndarstofa hefðu ekki brugðist við skýrslu sem Barnavernd Reykjavíkurborgar vann í samráði við fleiri aðila og var grunnur að tillögugerð um úrbætur í meðferðarmálum barna og ungmenna. RÚV baðst afsökunar á umfjöllun Kastljóss en af þessu tilefni vill ráðuneytið koma á framfæri nánari upplýsingum um aðgerðir sem gripið var til í kjölfar skýrslunnar. 

Í tillögum Barnaverndarstofu sem  lagðar voru fyrir velferðarráðherra sumarið 2011 er beinlínis vísað í skýrslu Barnaverndar Reykjavíkur sem fjallað hafði verið um á fundi á milli þessara stofnana. Ráðherra beitti sér fyrir því að á fjárlögum ársins 2012 voru veittar 35 milljónir króna til að styrkja stöðu Stuðla þar sem meðferðarstarfið var eflt og eftirfylgni með börnum og ungmennum að lokinni meðferð var aukin. Hluta fjárveitingarinnar, 11. milljónum króna, var varið í samning við Fjölsmiðjuna til að styrkja þátt hennar í utanumhald og eftirfylgni með börnum og ungmennum sem hljóta meðferð hjá Stuðlum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta