Hoppa yfir valmynd
30. maí 2009 Innviðaráðuneytið

Lenging Akureyrarflugvallar malbikuð

Unnið er nú við malbikun á lengingu Akureyrarflugvallar og er áætlað að því verki ljúki síðari hluta júní. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við lengingu og uppsetningu búnaðar ljúki seint í júlí.
Akureyrarflugvöllur lengdur
Akureyrarflugvöllur lengdur.

Kristján L. Möller samgönguráðherra kynnti sér stöðu framkvæmdanna á dögunum í fylgd Sigurðar Hermannssonar, umdæmisstjóra Flugstoða á Norðurlandi. Flugbrautin er lengd um 550 metra til suðurs og gert tilskilið öryggissvæði við hlið brautar og enda. Malbikun á að ljúka síðari hluta júní og verður þá gengið frá hliðarsvæðum og unnið við uppsetningu ljósa og annars búnaðar.

Lengri flugbraut gefur möguleika á flugi með stærri og burðarmeiri flugvélum um Akureyrarflugvöll sem gefur möguleika á auknu farþega- og fraktflugi milli landa.

Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða og Kristján L. Möller samgönguráðherra
Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða (til vinstri), sýndi Kristjáni L. Möller samgönguráðherra hvernig miðar lengingu Akureyrarflugvallar en verkinu á að ljúka uppúr miðju sumri.
Unnið að framkvæmdum á Akureyrarflugvelli
Malbikun í fullum gangi á Akureyrarflugvelli


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta