Hoppa yfir valmynd
4. júní 2009 Innviðaráðuneytið

Fyrsti aðalfundur Keflavíkurflugvallar ohf.

Á aðalfundi Keflavíkurflugvallar ohf. sem haldinn var í gær kom fram að nýjar áætlanir bendi til að um 20% samdráttur verði í sumarumferð um flugvölinn á árinu og að heildarfarþegafjöldi verði svipaður og hann var árið 2004.

Aðalfundur Keflavíkurflugvallar ohf.
Aðalfundur Keflavíkurflugvallar ohf. var haldinn í gær. Ragnhildur Hjalta-dóttir flutti þar kveðju frá Kristjáni L. Möller samgönguráðherra.

Félagið var stofnað 26. júní í fyrra og hófst þá undirbúningur að sameinuðum rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður við starfsemi félagsins, einkum vegna launa og aðkeyptrar þjónustu, var í fyrra um 17 milljónir króna og einu tekjurnar lítils háttar fjármunatekjur. Tap félagsins á árinu var því tæplega 17 milljónir króna.

Hagnaður varð af reglulegri starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á síðasta ári sem nam 1,9 milljörðum en eftir fjármagnsgjöld og skatta var var tap félagsins tæplega 7 milljarðar króna.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, flutti aðalfundinum kveðju samgönguráðherra þar sem hann þakkaði starfsmönnum fyrir vel unnin störf við erfið skilyrði. Félagið, stjórnendur þess og starfsmenn, hefðu staðist með miklum sóma þá miklu prófraun sem efnahagsvandinn olli starfseminni.

Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins en hana skipa nú: Jón Gunnarsson formaður, Ellert Eiríksson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Bergur Sigurðsson. Í varastjórn sitja Björk Guðjónsdóttir, Eysteinn Eyjólfsson, Guðlaug Finnsdóttir, Jón Norðfjörð og Mireya Samper.

Aðalfundur Keflavíkurflugvallar ohf.      
Jón Gunnarsson, stjórnarformaður Keflavíkurflugvallar ohf., flutti skýrslu stjórnar á aðalfundinum.      


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta