Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á breytingum á aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til fundaraðar um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september 2023. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra.

Í breytingunum er jafnframt aukin umfjöllun um

  • sjálfsprottinn leik barna og hann skilgreindur,
  • yngstu börnin í leikskólum,
  • áhrifamátt barna og trú þeirra á eigin getu (valdefling),
  • jöfnun félags- og menningarlegra aðstæðna barna (inngildi),
  • mikilvægi þess að tilheyra leikskólasamfélaginu (fullgildi),
  • skapandi leikskólastarf með opið og sveigjanlegt skipulag þar sem fjölbreyttar námsaðferðir og leikur barna eru í forgrunni,
  • hlutverk og ábyrgð leikskólakennara og starfsfólks,
  • mat á námi barna í gegnum leik sem er meginnámsleið barna.

Áætlað er að breytingarnar á aðalnámskrá verði að fullu innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024.

Björk Óttarsdóttir og Guðrún Alda Harðardóttir munu kynna helstu breytingar á eftirfarandi stöðum:

  • Höfuðborgarsvæðið
    Þriðjudaginn 15 ágúst kl. 15:30 í Skriðu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð, Reykjavík
  • Vesturland
    Fimmtudaginn 17. ágúst kl. 15:30 á Hótel B59 við Borgarbraut, Borgarnesi
  • Vestfirðir
    Þriðjudaginn 22 ágúst kl. 15:00 í Edinborgarhúsinu, Ísafirði
  • Reykjanes
    Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 15:30 í Hljómahöllinni (Bergið) í Reykjanesbæ
  • Norðurland
    Miðvikudaginn 6. september kl. 15:30 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri
  • Austurland
    Fimmtudaginn 7. september kl. 15:30 á Hótel Héraði, Egilsstöðum
  • Höfuðborgarsvæðið (Ath. Ný staðsetning)
    Þriðjudaginn 12. september kl. 15:30 Í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs
  • Suðurland (Ath. Ný dagsetning)
    Miðvikudaginn 13. september kl. 15:30 á Hótel Vatnsholti í Villingaholti, Árnessýslu
  • Allt landið - fjarfundur á Teams (Ath. Ný dagsetning)
    Þriðjudaginn 19. september kl.15.30
    Smelltu hér til að tengjast fundinum

Uppfært 24.08.23 kl.11:35
Uppfært 18.08.23 kl. 10:16

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta