Hoppa yfir valmynd
11. maí 2022 Dómsmálaráðuneytið

Nr. 193/2022 Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Hinn 11. maí 2022 er kveðinn upp svohljóðandi

úrskurður nr. 193/2022

í stjórnsýslumálum nr. KNU22050017

 

Beiðni um endurupptöku í máli […]

 

  1. Kröfur, kærufrestir og kæruheimild

    Með úrskurði kærunefndar útlendingamála nr. 176/2022, dags. 28. apríl 2022, var staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja dvalarleyfisumsókn [...], kt. [...], ríkisborgara Bandaríkjanna (hér eftir nefnd kærandi), á grundvelli 1. mgr. 61. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016.

    Hinn 9. maí 2022 barst kærunefnd beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðarins. Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku á 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

     

  2. Málsástæður og rök kæranda

    Í beiðni sinni vísar kærandi til þess að atvik máls hafi breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga, þar sem Vinnumálastofnun hafi veitt kæranda tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á starfsfólki hinn 6. maí 2022. Kærandi uppfylli nú skilyrði laga um útlendinga um að vera með útgefið atvinnuleyfi.

  3. Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga á aðili máls rétt á því að mál hans verði tekið upp á ný ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.

Með úrskurði kærunefndar nr. 176/2022, dags. 28. apríl 2022, var staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. 61. gr. laga um útlendinga þar sem Vinnumálastofnun hafði hinn 10. mars 2022 synjað kæranda um útgáfu atvinnuleyfis.

Fyrirliggjandi í gögnum málsins er ákvörðun Vinnumálastofnunar, dags. 6. maí 2022, þar sem kæranda var veitt tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á starfsfólki með gildistíma til 5. maí 2023. Þótt leyfið sé ekki það sama og kærandi sótti um upphaflega og fjallað er um í úrskurði kærunefndar, þ.e. dvalar -og -atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar, er það mat kærunefndar að ákvæði 61. gr. og 62. gr. laga um útlendinga séu það eðlislík, þ.e. bæði eru háð útgefnu atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun, að forsendur úrskurðar kærunefndar séu brostnar. Með vísan til framangreinds er ljóst að atvik málsins hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga og er því fallist á endurupptökubeiðni kæranda í málinu.

Í ákvörðun Útlendingastofnunar var ekki tekin afstaða til annarra skilyrða laga um útlendinga til útgáfu dvalarleyfis, s.s. 55. gr. laganna. Verður ákvörðun Útlendingastofnunar því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til meðferðar að nýju.

 

 

 

Úrskurðarorð:

Ákvörðun Útlendingastofnunar er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka mál kæranda til meðferðar á ný.

 

The decision of the Directorate of Immigration is vacated. The Directorate is instructed to re-examine the appellants’ case.

 

 

 

 

Fyrir hönd kærunefndar útlendingamála

 

 

Þorsteinn Gunnarsson, formaður

           

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta