Fundaröð um mótun menntastefnu hafin
Fundaröð um mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030 hófst í Árborg í dag og fór fyrsti fundurinn fram í Grunnskólanum á Stokkseyri að viðstöddum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni félags- og jafnréttismálaráðherra.
Áhersla þeirra fræðslu- og umræðufunda sem fram fara nú á haustmánuðum verður á menntastefnuna menntun fyrir alla og endurmat hennar. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Þessi stefna sem lögfest var hér á landi árið 2008, hefur verið í endurmati og þróun sl. ár og nú er starfandi stýrihópur, á breiðum samstarfsgrundvelli, sem leiða mun þá vinnu áfram.
Stýrihópurinn skipuleggur 23 fræðslu- og umræðufundi um allt land um menntun fyrir alla, sem lið í mótun nýrrar menntastefnu. Tveir lokaðir fundir verða haldnir á hverjum stað, hvor fyrir sinn markhóp. Fyrri fundurinn verður með forsvarsmönnum sveitarfélaga og ábyrgðaraðilum málaflokka mennta-, velferðar- og heilbrigðismála. Seinni fundurinn verður með fulltrúum kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu og frístundamála í heimabyggð.
Næsti fundur verður síðan haldinn í Laugalandsskóla í Holtum þriðjudaginn 4. september.
Menntun fyrir alla er menntastefna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig. Hún verður liður fyrstu heildstæðu menntastefnunni sem mótuð verður fyrir öll skólastig og atvinnulíf á Íslandi. Menntastefna Íslands til ársins 2030 mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar.
Opnir fundir um menntamál og mótun stefnunnar eru fyrirhugaðir síðar í vetur.
Fundayfirlit, með fyrirvara um breytingar:
Svæði |
Fundarstaður |
Dagsetning |
Suðurland |
Árborg |
Mánudagur 3. september |
Suðurland |
Laugalandsskóli |
Þriðjudagur 4. september |
Vesturland |
Akranes |
Mánudagur 10. september |
Vesturland |
Grundarfjörður |
Þriðjudagur 11. september |
Vestfirðir |
Ísafjörður |
Mánudagur 17. september |
Norðurland vestra |
Sauðárkrókur |
Mánudagur 24. september |
Eyjafjörður |
Akureyri |
Mánudagur 1. október |
Eyjafjörður |
Akureyri |
Þriðjudagur 2. október |
Norðurland eystra |
Húsavík |
Mánudagur 8. október |
Reykjanes |
Reykjanesbær |
Mánudagur 15. október |
Austurland |
Egilsstaðir |
Mánudagur 22. október |
Austurland |
Reyðarfjörður |
Þriðjudagur 23. október |
Hafnarfjörður |
Hafnarfjörður |
Mánudagur 29. október |
Garðabær |
Garðabær |
Þriðjudagur 30. október |
Hornafjörður |
Höfn |
Miðvikudagur 31. október |
Kópavogur |
Kópavogur |
Mánudagur 5. nóvember |
Mos/Seltjarnarnes |
Mosfellsbær |
Þriðjudagur 6. nóvember |
Reykjavík |
Rimaskóli |
Mánudagur 12. nóvember |
Reykjavík |
Seljaskóli |
Þriðjudagur 13. nóvember |
Reykjavík |
Árbæjarskóli |
Mánudagur 19. nóvember |
Reykjavík |
Laugalækjarskóli |
Þriðjudagur 20. nóvember |
Reykjavík |
Hagaskóli |
Mánudagur 26. nóvember |
Reykjavík |
Háteigsskóli |
Þriðjudagur 27. nóvember |