Hoppa yfir valmynd
5. júní 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Drög að reglugerð um merkingar á tóbaksvörum, útlit umbúða o.fl.

Birt hafa verið til umsagnar drög að reglugerð sem felur í sér breyttar kröfur varðandi merkingar og útlit á umbúðum tóbaksvara, innihaldsefni og losun frá tóbaksvörum og kröfur um upplýsinga- og skýrslugjöf framleiðenda og innflytjenda á slíkum varningi. Umsagnarfrestur er til 24. júní næstkomandi. 

Aðlögunarfrestur

Mikilvægt er að innflytjendur tóbaksvara kynni sér vel reglugerðardrögin sem hér eru birt til umsagnar því um er að ræða talsverðar breytingar frá gildandi reglugerð. Í því sambandi eru það helst reglur um útlit umbúða, þ. á m. reglur um einsleitar umbúðir, reglur um mynd- og textaviðvaranir og aðlögunarfrestur sem innflytjendur hafa spurst fyrir um.

Í reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir bráðabirgðaákvæði sem veitir aðilum á markaði sanngjarnan frest til að laga starfsemi sína að þeim breytingum sem lagðar eru til í reglugerðardrögunum. Kveðið er á um að tóbaksvörur sem merktar eru í samræmi við eldri reglugerð, þ.e. reglugerð nr. 790/2011, megi flytja til landsins næstu 12 mánuði frá gildistöku reglugerðarinnar og hafa í sölu í allt að 18 mánuði frá gildistöku hennar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta