Ríkisstjórn samþykkir frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um húsnæðismál
Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum. Í frumvarpinu, sem samið er í samræmi við 3. lið tillagna nefndar um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga frá 17. mars 2005, er lagt til að Varasjóði húsnæðismála verði heimilað að auka árleg rekstrar- og söluframlög vegna félagslegra íbúða í eigu sveitarfélaga um allt að 280 m.kr. á árunum 2005 til 2007, eða alls 840 m.kr. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjármögnun aukinna framlaga komi af höfuðstól Varasjóðs viðbótarlána en eins og kunnugt er var hætt að veita viðbótarlán í desember 2004 og hefur sjóðurinn því ekki orðið fyrir nýjum skuldbindingum frá þeim tíma. Í frumvarpinu er jafnframt gert ráð fyrir að rammasamkomulag ríkis og sveitarfélaga um sérstakt 60 m.kr. árlegt framlag ríkisins og 20 m.kr. árlegt framlag sveitarfélaga til Varasjóðs húsnæðismála verði framlengt til ársins 2009.