Hoppa yfir valmynd
4. júní 2021 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem auglýst var laust til umsóknar þann 26. mars 2021. Alls bárust fjórar umsóknir um embættið.

Niðurstaða dómnefndar er að Hlynur Jónsson, lögmaður, sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embættið.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson og Ragnheiður Harðardóttir.

Umsögn dómnefndar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta