Auglýst eftir forstjóra Ríkiskaupa
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á að bæta þjónustu og rekstur ríkisins sem forstjóri Ríkiskaupa.
Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu og hagkvæmum rekstri ríkisins með sjálfbærum og hagkvæmum innkaupum og aukinni nýsköpun. Lögð er áhersla á að greina tækifæri til að bæta þjónustu og rekstur ríkisins og innleiða umbótatækifæri þvert á stofnanir. Er stofnuninni ætlað að stuðla að því að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir hagsæld landsins og góða þjónustu við almenning.
Fjármála og efnahagsráðherra skipar forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára. Umsóknarfrestur er til 11. maí en nánari upplýsingar er að finna á starfatorgi. Nánari upplýsingar um Ríkiskaup er að finna á vef stofnunarinnar www.rikiskaup.is