Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2016 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Pixel hlýtur Svansvottun

Eigendur Pixel taka við leyfinu úr höndum umhverfis- og auðlindaráðherra.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti prentsmiðjunni Pixel, Svansmerkið við hátíðlega athöfn á föstudag. Pixel bætist þar með í ört stækkandi hóp Svansvottaðra fyrirtækja sem eru nú orðin 31 talsins.

Eigendur Pixel eru þeir Halldór Friðgeir Ólafsson og Ingi Hlynur Sævarsson og hafa þeir rekið fyrirtækið í núverandi mynd frá 2003, þó hægt sé að rekja sögu fyrirtækisins aftur til ársins 1998. Pixel hefur stækkað jafnt og þétt undanfarin 13 ár og í dag starfa 18 manns hjá fyrirtækinu bæði í höfuðstöðvum þess í Reykjavík sem og í útibúi fyrirtækisins á Ísafirði.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Alls er hægt að votta yfir 60 mismunandi vöru- og þjónustuflokka. Kröfur Svansins fyrir prentsmiðjur miðast að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá öllu prentferlinu, allt frá uppruna hráefna til meðhöndlun úrgangs. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta