Hoppa yfir valmynd
18. október 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Sjöunda aðildarríkjaþing Árósasamnings um þátttökuréttindi almennings í umhverfismálum

Ísland skilaði nýverið þriðju skýrslu sinni til Árósasamningsins um stöðu innleiðingar samningsins hér á landi. Um er að ræða uppfærslu á annarri skýrslu Íslands frá árinu 2017. Aðildarríkjum Samningsins ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á fjögurra ára fresti.

Aðildarríkjaráðstefna Árósasamningsins um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum verður haldin í sjöunda skipti dagana 18. til 25. október nk.

Ísland fullgilti Árósasamninginn í október 2011. Þar með varð Ísland fullgildur aðili að samningnum og því starfi sem tengist honum. Árósasamningurinn kveður m.a. á um að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um umhverfismál, eigi rétt til þátttöku í undirbúningi að ákvörðunum sem snerta umhverfið og réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið.

Ráðstefna aðildarríkja er haldin á fjögurra ára fresti og eru þar teknar ákvarðanir um framkvæmd samningsins, svo sem þróunaráætlun og vinnuáætlun. Ísland á fulltrúa í vinnuhópi, sem ásamt skrifstofu samningsins, sér um framkvæmd samningsins á milli aðildarríkjaráðstefna. Auk þess eru á vettvangi samningsins reknir vinnuhópar um helstu málefni samningsins, þ.e. aðgang að upplýsingum, þátttökuréttindi almennings og aðgang að réttlátri málsmeðferð. Þá er rekin sérstök nefnd um framfylgni (Compliance Committee) sem fylgist með framkvæmd samningsins í aðildarríkjum hans.

Nánari upplýsingar um aðildarríkjaþingið  

Þriðja skýrsla Íslands um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi (pdf skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta