Hoppa yfir valmynd
5. júní 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Málefni fornleifaverndar til endurskoðunar

Í kjölfar athugasemda í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu fornleifaverndar á Íslandi boðar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaherra að gerð verði heildarendurskoðun á málaflokknum. Mikilvægasta verkefnið sem unnin verður að er að móta heildarstefnu um vernd menningarminja í landinu. Frumkvæði þeirrar vinnu hvílir lögum samkvæmt hjá Minjastofnun Íslands í samráði við höfuðsöfn og aðrar stofnanir sem vinna að varðveislu menningarminja. Slík stefna liggur enn ekki fyrir meðal annars vegna tíðra lagabreytinga, flutnings málaflokka milli ráðuneyta og ónógra fjárveitinga til að kosta vinnu við nauðsynlega stefnumótun.

Á næstu vikum verður skipuð verkefnastjórn sem ætlað er að móta næstu skref þar sem markmiðið er að málefni og stjórnsýsla tengd íslenskum menningarminjum og fornleifum sérstaklega komist í skýrari farveg.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur að þær ábendingar sem þar koma fram muni reynast afar gagnlegar í þeirri vinnu sem framundan er: „Við tökum þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar alvarlega. Vinna er þegar farin af stað við úrbætur þeirra vegna og nú er tækifæri og ráð að koma þessum mikilvægu málefnum í góðan farveg til framtíðar. Ég treysti því að við munum eiga gott og farsælt samstarf við alla er málinu tengjast, ekki síst við Minjastofnun Íslands, fornminjanefnd og Þjóðminjasafn Íslands,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta