Foreldrar hvattir til að láta bólusetja börn sín
Fréttir hafa borist af mislingafaraldri í Evrópu, en á þessu ári hafa rúmlega 30 þúsund einstaklingar greinst með mislinga. Sóttvarnalæknir hvetur foreldra til þess að láta bólusetja börn sín og minnir á að bólusetning er eina ráðið til að koma í veg fyrir mislinga.
Um 82% þeirra sem greinst hafa með mislinga voru óbólusettir og flestir voru börn yngri en tíu ára. Í frétt á vef landlæknisembættisins eru foreldrar hvattir til að láta bólusetja börn sín með MMR bóluefninu (priorix). Það er notað hér á landi og hefur sýnt sig að vera öruggt og áhrifaríkt.