Aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
Hanna Katrín Friðriksson verður aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín, sem er 42 ára gömul, er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. Hanna Katrín hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Eimskips, sem framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík og sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá hefur Hanna Katrín sinnt ráðgjöf á sviði stefnumótunar og breytingastjórnunar, auk kennslu í Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.
|
Hanna Katrín Friðriksson