Alþjóðaheilbrigðisreglugerð tekur gildi
Ný alþjóðleg heilbrigðisreglugerð á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tekur gildi í dag, 15. júní. Hér erum að ræða alþjóðaheilbrigðisreglugerð sem er bindandi sáttmáli aðildarþjóða WHO og tekur reglugerðin til verklags og reglna sem miða að því að auka öryggi þjóða heims vegna heilbrigðisógna. Reglur þessar voru samþykktar á Alþjóðaheilbrigðisþinginu árið 2005, en þær eru mikið framfaraspor fyrir alþjóðlegt heilbrigðisöryggi. Íslensk löggjöf hefur tekið mið af nýju reglugerðinni með breytingu á gildissviði sóttvarna og skipan sérstaks tengiliðar Íslands við WHO í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Sjá nánar á vef landlæknisembættisins og á vef alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (opnast í nýjum glugga)