Breyttar verklagsreglur
Læknisrannsókn er ein forsendna atvinnu- eða dvalarleyfis útlendinga hér og hefur sóttvarnalæknir sett nýja reglur um rannsóknir þessar. Fyrst og fremst er hér verið að tala um verklagsreglur vegna læknisrannsókna sem þeir þurfa að gangast undir sem koma til landsins til tímabundinna starfa og dvalið hafa á landsvæðum þar sem sérstök hætta er á útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma. Nýju reglurnar sem sóttvarnalæknir hefur sett taka ekki til íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu að undanskildum Rúmenum og Búlgörum. Íbúar frá Sviss, Bandaríkjunum og Kanada eru einnig undanskildir læknisrannsókn.
Sjá nánar á vef Landlæknisembættisins