Hoppa yfir valmynd
27. júní 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Drög að markmiðum og viðmiðum vegna starfs frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn

Markmið og  viðmið um gæði frístundastarfs sem ætlað er öllum börnum í yngri árgöngum grunnskóla hafa að undanförnu verið unnin af starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga en kveðið er á setningu slíkra viðmiða í breytingu á grunnskólalögum sem samþykkt var á Alþingi vorið 2016. Starfshópurinn hefur unnið að viðmiðunum í samráði við fagfólk sem sinnir frístundastarfi, fulltrúa sveitarfélaga, foreldra og ýmissa aðra hagsmunaaðila. Opið verður fyrir samráð um fyrirliggjandi drög að markmiðum og viðmiðum til 15. september nk.

Allar nánari upplýsingar gefur Ragnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri ([email protected]). Ef aðilar óska eftir kynningu á verkefninu á samráðstíma þá skal hafa samband við verkefnisstjóra.  Þess er óskað að athugasemdir og ábendingar verði sendar á ofangreint netfang verkefnisstjóra eða á netfang formanns starfshópsins Guðna Olgeirssonar ([email protected]) eða á [email protected]. Vinsamlega setja í efnislínu "Markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila".

Drög að markmiðum og viðmiðunum fyrir starf frístundaheimila

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta