Hoppa yfir valmynd
20. september 2024

Íslenskir menningardagar í Svíþjóð

Haustið 2024 mun íslensk menning verða sérstaklega áberandi í Svíþjóð vegna Íslenskra menningardaga.

Íslenskir menningardagar 2024 ná hámarki sínu með fjölda viðburða sem fram fara nú í haust.

Í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 30 ára afmæli Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins stendur sjóðurinn, í samstarfi við sendiráð Íslands í Stokkhólmi og Norræna félagið, að skipulagi Íslenskra menningardaga. Af því tilefni hafa íslenskir menningarviðburðir verið skipulagðir um alla Svíþjóð, með sérstakri áherslu á Gautaborg, Umeå og Stokkhólm, en viðburðir hafa einnig átt sér stað víðar, svo sem í Karlstad.

Hér fyrir neðan má nálgast yfirlit yfir helstu viðburði sem framundan eru:

 

21. september: Reykjavík Rising by Iceland Airwaves – íslensk tónlistarhátíð á tónleikastaðnum Debaser í Stokkhólmi.

25. september: Kuldi – íslenskt kvikmyndakvöld í Hagabion í Gautaborg með samtali við leikstjórann Erling Thoroddsen og höfund bókarinnar sem kvkmyndin er byggð á, Yrsu Sigurðardóttur.

26. september: Opnun vefsíðunnar Läs isländska böcker, kynningarsíðu um íslenskar bókmenntir á sænsku.

26. september: Café Norden Island – Spjallþáttur á sviði á Bókamessunni í Gautaborg þar sem íslenskir gestir koma fram. Þeirra á meðal eru tónlistarmaðurinn Birkir Blær, kvikmyndaleikstjórinn Erlingur Thoroddsen og rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir.

12. október: Ísland miðalda – Fyrirlestur á vegum Örtendahl-sjóðsins í Röhsska safninu í Gautaborg.

13. október: Stofutónleikar með Jazztríói Sunnu Gunnlaugs í embættisbústað sendiherra Íslands í Stokkhólmi.

13. október: Rithöfundaspjall með Gyrði Elíassyni á Transströmer-bókasafninu í Stokkhólmi.

24. október: Danssýningin When The Bleeding Stops eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur verður sýnd í Dansnät Sverige í Stokkhólmi.

30. október: Kuldi – íslenskt kvikmyndakvöld í Folkets Bio í Umea með samtali við leikstjórann Erling Thoroddsen og höfund bókarinnar sem kvkmyndin er byggð á, Yrsu Sigurðardóttur.

30. október: Vulkanens skrik – Rán Flygenring, barnabókahöfundur og myndhöfundur, heldur fyrirlestur um störf sín í Gautaborgarsafninu.

31. október: Café Norden Island – Spjallþáttur á sviði í Väven i Umeå þar sem íslenskir gestir koma fram. Þeirra á meðal eru sendiherra Íslands í Stokkhólmi, Bryndís Kjartansdóttir, kvikmyndaleikstjórinn Erlingur Thoroddsen og rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir.

7. nóvember: Island i toner – Tónleikar á vegum Íslenska kórsins í Gautaborg þar sem kórinn og einsöngvarar flytja íslenska tónlist.

10. nóvember: Hönnuðurinn Brynjar Sigurðarson flytur fyrirlestur í tengslum við opnun nýrrar grunnsýningar í hönnunarsafninu Röhsska museet í Gautaborg þar sem verk hans eru sýnd.

13. nóvember: Café Norden Island – Spjallþáttur á sviði í embættisbústað sendiherra Íslands í Stokkhólmi þar sem íslenskir gestir koma fram. Þeirra á meðal eru rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir og söngkonan og píanistinn Anna Gréta Sigurðardóttir. Þar að auki tekur ljósmyndarinn Erik Berglin þátt en hann gaf nýuverið út ljósmyndabók með myndum frá Heimaey.

Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá má finna á heimasíðu Norræna félagsins í Svíþjóð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta