Ráðstefna í Berlín um íslenskar orkulausnir
Íslenskar orkulausnir voru til umfjöllunar á ráðstefnunni „Empowered – Icelandic energy solutions for Europe“ sem haldin var í sendiráði Íslands í Berlín 30 maí. Í upphafi ráðstefnunnar fór Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra yfir stöðu orkumála á Íslandi. Í framhaldinu gerði hún svo grein fyrir þeim tækifærum sem kunna að felast í íslenskum lausnum á sviði jarðhita og hitaveituvæðingar fyrir lönd á meginlandi Evrópu, en hiti og kæling er um það bil helmingur allrar orkunotkunar í Evrópusambandinu.
Orkustofnun og helstu fyrirtæki á sviði orkumála á Íslandi komu að ráðstefnunni sem skipulögð var af sendiráði Íslands og haldin í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands sem og evrópsku sjálfbærnivikuna.