Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra veitti styrki úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra

Styrkhafar úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra
Fulltrúar styrkþega

Félagsmálaráðherra veitti styrki til verkefna úr nýsköpunar- og styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra á Listasafni Reykjavíkur í gær. Félagsmálaráðuneytið auglýsti styrki til umsóknar vegna Evrópuárs fatlaðra síðastliðið sumar. Fjöldi áhugaverðra umsókna bárust ráðuneytinu sem báru vitni um mikla framþróun og hugmyndaauðgi í málaflokknum. Fjöldi umsókna var vel á fimmta tuginn og var uppphæð innsendra umsókna um verkefni samtals um 109 milljónir króna.

Áherslur ráðuneytisins eru að veita styrki til verkefna á sviði þróunar og nýsköpunar í þjónustu við fatlaða. Einnig eru veittir styrkir til verkefna sem eru að veita fötluðum þjónustu sem þykir framúrskarandi og til eftirbreytni fyrir aðra.

Það eru félagsmálaráðuneytið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (The European Commission) og Framkvæmdasjóður fatlaðra sem standa að styrkveitingunni í tilefni af Evrópuári fatlaðra.

Styrkþegum er boðið að kynna verkefni sín á ráðstefnu sem haldin verður á vegum félagsmálaráðuneytisins 26. mars 2004. Ráðstefnan ber heitið Hin góðu dæmi og er lokaviðburður í skipulagðri dagskrá félagsmálaráðuneytisins í tilefni af Evrópuári fatlaðra.

Þau tólf verkefni sem þóttu sérlega áhugaverð og hlutu styrki úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra eru eftirfarandi:
  • Verkefni Landssamtakanna þroskahjálpar, Fræðsluefni fyrir seinfæra/þroskahefta foreldra. Styrkveiting 800.000 kr.
  • Verkefni Leikskólaskrifstofu Kópavogsbæjar, Heildstæð þjónusta fyrir leikskólanemendur með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Styrkveiting 300.000 krónur.
  • Verkefni Ingólfs H. Ingólfssonar, Ferðir fyrir alla (Tourism for all). Styrkveiting 300.000 krónur.
  • Verkefni Hringsjár, starfsþjálfunar fyrir fatlaða, Fjarkennsla í tölvunotkun fyrir fatlaða. Styrkveiting 450.000 krónur.
  • Verkefni Hugsmiðjunnar ehf, Aukið aðgengi lesblindra að efni á vefnum. Styrkveiting 500.000 kr.
  • Verkefni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, Kostir þess og ókostir fyrir mikið fatlað fólk að búa í íbúð með sólarhringsþjónustu. Styrkveiting 400.000 krónur.
  • Verkefni Ásgarðs handverkstæðir, Nordiskt midsommarmöte ett socialt allkonstverk. Styrkveiting 200.000 krónur.
  • Verkefnið Fjölbrautarskólans í Breiðholti, Fólk með fötlun – Vannýtt vinnuafl. Styrkveiting 400.000 krónur.
  • Verkefni Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríksins, Snemmtæk íhlutun. Styrkveiting 100.000 krónur.
  • Verkefni Kennaraháskóla Íslands, Menntun nemenda með þroskahölmun í leikskólum og grunnskólum. Styrkveiting 250.000 krónur.
  • Verkefni Iðjuþjálfunar Landsspítala Háskólasjúkrahúss geðdeildar og Háskólans á Akureyri heilbrigðisdeildar iðjuþjálfunar, Hugarafl. Styrkveiting 500.000 krónur.
  • Verkefni félags heyrnarlausra, Könnun á félagslegum högum heyrnarlausra. Styrkveiting 500.000 krónur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta